Alþingiskosningar 1874

Kosnir voru 30 þingmenn í 19 kjördæmum, einn eða tveir í hverju kjördæmi. Einmenningskjördæmi voru átta en tvímenningskjördæmi 11. Að auki voru sex þingmenn konungkjörnir. Kjörtímabil þingmanna var sex ár.

 Um kosningarnar
Kjördagur / kosningatímabil Haustið 1874
Mannfjöldi 70.276
Kjósendur á kjörskrá 6.183
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 8,9%
Greidd atkvæði 1.211
Kosningaþátttaka 19,6%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 1,7%
Kosningaþátttaka karla 19,6%
Kosningaþátttaka kvenna 0%
Kjördæmakjörnir þingmenn 30
Konungkjörnir þingmenn 6
Heildarfjöldi þingmanna 36
Kjördæmi og þingmenn 1874
Reykjavík 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 2
Árnessýsla 2
Rangárvallasýsla 2
Vestmannaeyjar 1
Skaftafellssýsla 2
Suður-Múlasýsla 2
Norður-Múlasýsla 2
Þingeyjarsýsla 2
Eyjafjarðarsýsla 2
Skagafjarðarsýsla 2
Húnavatnssýsla 2
Strandasýsla 1
Ísafjarðarsýsla 2
Barðastrandarsýsla 1
Dalasýsla 1
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 1
Mýrasýsla 1
Borgarfjarðarsýsla 1