Alþingiskosningar 1892

Átök um stjórnarskipunarmál og stöðu Íslands í danska ríkinu einkenndu stjórnmálaumræðuna á kjörtímabilinu fyrir þingkosningarnar 1892. Lögð var fram á Alþingi miðlunartillaga sem ætlað var að koma til móts við sjónarmið danskra stjórnvalda og auðvelda lausn stjórnlagadeilunnar en hún mætti mikilli andspyrnu og varð brátt úr sögunni. Þrátt fyrir það var andstaða við hugmyndafræði miðlunarinnar mikils ráðandi í aðdraganda þingkosninganna haustið 1892. Þá tíðkaðist að frambjóðendur kynntu sig og málefni sín á kjörfundi og bera blaðafregnir samtímans þess vott að talsverðar umræður hafi orðið á þessum vettvangi.

Að loknum kosningum lá fyrir að 13 nýir kjördæmakjörnir þingmenn sem ekki höfðu áður setið á Alþingi höfðu náð kjöri eða 43,35 kjördæmakjörinna þingmanna.

 Um kosningarnar
Kjördagur / kosningatímabil September 1892
Mannfjöldi 71.579
Kjósendur á kjörskrá 6.841
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 9,5%
Greidd atkvæði 2.085
Kosningaþátttaka 30,5%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 2,9%
Kosningaþátttaka karla 30,5%
Kosningaþátttaka kvenna 0%
Kjördæmakjörnir þingmenn 30
Konungkjörnir þingmenn 6
Heildarfjöldi þingmanna 36
Kjördæmi og þingmenn 1892
Reykjavík 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 2
Árnessýsla 2
Rangárvallasýsla 2
Vestmannaeyjasýsla 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Suður-Múlasýsla 2
Norður-Múlasýsla 2
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Eyjafjarðarsýsla 2
Skagafjarðarsýsla 2
Húnavatnssýsla 2
Strandasýsla 1
Ísafjarðarsýsla 2
Barðastrandarsýsla 1
Dalasýsla 1
Snæfells- og Hnappadalssýsla 1
Mýrasýsla 1
Borgarfjarðarsýsla 1