Alþingiskosningar 1903

Á aukaþinginu 1902 var samþykkt frumvarp dönsku ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnarskrá Íslands sem fólu það m.a. í sér að framkvæmdarvald í íslenskum málum fluttist frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Fyrsta íslenska ríkisstjórnin var mynduð með einum ráðherra og heimastjórnartímabilið í sögu Íslands hófst með stofnun Stjórnarráðs Íslands 1. febrúar 1904 er Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann, tók við embætti.

Kjördæmi voru nú 22 eftir að Ísafjarðarsýslu var skipt í tvö kjördæmi með lögum nr. 36/1902.

 Um kosningarnar
Kjördagur / kosningatímabil Júní 1903
Mannfjöldi 79.181
Kjósendur á kjörskrá 7.786
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 9,8%
Greidd atkvæði 4.155
Kosningaþátttaka 53,4%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 5,2%
Kosningaþátttaka karla 53,4%
Kosningaþátttaka kvenna 0%
Kjördæmakjörnir þingmenn 30
Konungkjörnir þingmenn 6
Heildarfjöldi þingmanna 36
Kjördæmi og þingmenn 1903
Reykjavík 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 2
Árnessýsla 2
Rangárvallasýsla 2
Vestmannaeyjar 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Suður-Múlasýsla 2
Norður-Múlasýsla 2
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Eyjafjarðarsýsla 2
Skagafjarðarsýsla 2
Húnavatnssýsla 2
Strandasýsla 1
Norður-Ísafjarðarsýsla 1
Vestur-Ísafjarðarsýsla 1
Barðastrandarsýsla 1
Dalasýsla 1
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 1
Mýrasýsla 1
Borgarfjarðarsýsla 1