Alþingiskosningar 1904

Breytingarnar sem Alþingi samþykkti á stjórnarskrá Íslands á 18. löggjafarþingi árið 1903 og ný kosningalög, nr. 19/1903, fólu m.a. í sér rýmkun kosningarréttar, fastákveðinn kjördag 10. september, kjördæmabreytingu og fjölgun þingmanna um fjóra. Skyldu nýju þingmennirnir koma úr kaupstöðum landsins, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Varð Reykjavík tvímenningskjördæmi en aðrir kaupstaðir einmenningskjördæmi. Þingkosningar fóru fram 10. september 1904 í kaupstöðunum fjórum þar sem jafnmargir þingmenn voru kjörnir. Þeir tóku sæti á Alþingi er það var sett 1. júlí 1905. Voru þá kjördæmakjörnir þingmenn 34 en konungkjörnir sex.

 Um kosningarnar
Kjördagur / kosningatímabil 10. september 1904
Kjördæmakjörnir þingmenn 4
Reykjavík 1
Ísafjörður 1
Akureyri 1
Seyðisfjörður 1