Alþingismenn sem oftast hafa verið kjörnir forsetar

Kjörnir átta sinnum eða oftar

Sameinað Alþingi

Jón Sigurðsson
1849, 1853, 1857, 1865-1877: 10 þing. Auk þess forseti neðri deildar 1875-1877: 2 þing.

Jón Pálmason
1945-1949, 1950-1953, 1959: 10 þing (kosinn forseti á síðari hluta þinganna 1949-1950 og 1958-1959).

Birgir Finnsson
1963-1971: 8 þing.

Jóhannes Jóhannesson
1918-1921, 1924-1926: 8 þing.

Efri deild

Einar Árnason
1933-1942: 13 þing. Auk þess forseti sameinaðs Alþingis 1931-1932: 2 þing (síðustu daga aukaþings 1931 og þingið 1932).

Árni Thorsteinson
1886-1887, 1893-1903: 10 þing. Auk þess forseti sameinaðs Alþingis 1885: 1 þing.

Bernharð Stefánsson
1947-1953, 1956-1959: 9 þing.

Guðmundur Björnsson
1916-1922: 8 þing.

Sigurður Óli Ólafsson
1959-1967: 8 þing.

Neðri deild

Jörundur Brynjólfsson
1931-1942, 1943-1945: 19 þing. Auk þess forseti sameinaðs Alþingis 1953-1956: 3 þing.

Sigurður Bjarnason
1949-1956, 1963-1970: 14 þing.

Benedikt Sveinsson
1920-1930: 11 þing.

Sameinað Alþingi og efri deild.

Einar Árnason
Sameinað Alþingi 1931-1932: 2 þing og efri deild 1933-1942: 13 þing. Alls 15 þing.

Árni Thorsteinson
Sameinað Alþingi 1885: 1 þing og efri deild 1886-1887, 1893-1903: 10 þing. Alls 11 þing.

Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Sameinað Alþingi 1983-1987: 5 þing og efri deild 1974-1978, 1978-1979: 6 þing. Alls 11 þing.

Sameinað Alþingi og neðri deild.

Jörundur Brynjólfsson
Sameinað Alþingi 1953-1956: 3 þing og neðri deild 1931-1942, 1943-1945: 19 þing. Alls 22 þing.

Jón Sigurðsson
Sameinað Alþingi 1849, 1853, 1857, 1865-1877: 10 þing og neðri deild 1875-1877: 2 þing. Alls 12 þing.

Ólafur Briem
Sameinað Alþingi 1895: 1 þing og neðri deild 1914-1919: 7 þing. Alls 8 þing.


Alþingi, sameinað Alþingi og efri deild.

Salome Þorkelsdóttir
Alþingi 1991-1995: 4 þing, sameinað Alþingi og Alþingi 1991: 1 þing og efri deild 1983-1987: 4 þing. Alls 9 þing. (Var tvisvar kjörin forseti á sama þingi, aukaþinginu vorið 1991, fyrst forseti sameinaðs Alþingis, síðan forseti Alþingis, hún var því kjörin forseti 10 sinnum.)


Skrifstofa Alþingis: Byggt á handbók Alþingis 1995.