Kjörnir fulltrúar sem tóku aldrei sæti á Alþingi

Árni Thorlacius,
kaupmaður í Stykkishólmi. F. á Bíldudal 12. maí 1802, d. 29. apríl 1891. For.: Ólafur Þórðarson kaupmaður og útgerðarmaður þar og k. h. Guðrún Oddsdóttir Hjaltalíns húsmóðir. Faðir Daníels Thorlaciusar alþm. og tengdafaðir Egils Egilsonar alþm. K. Anna Magdalene, f. Steenback. Kosinn alþm. Snæf. 1845.
Friðrik Eggerz,
prestur í Skarðsþingum. F. á Ballará á Skarðsströnd 25. mars 1802, d. 23. apríl 1894. For.: Eggert Jónsson prestur þar og k. h. Guðrún Magnúsdóttir húsmóðir. K. Arndís Pétursdóttir húsmóðir. Kosinn alþm. Snæf. 1852.
Gísli Hjálmarsson,
héraðslæknir í Austfirðingafjórðungi. F. á Hausastöðum á Álftanesi 11. okt. 1807, d. 13. jan. 1867. For.: Hjálmar Guðmundsson síðast prestur á Hallormsstað og k. h. Guðrún Gísladóttir húsmóðir. K. Guðlaug Guttormsdóttir húsmóðir. Kosinn þfm. S.-Múl. 1851.
Jón Pétursson,
bóndi í Berunesi. F. á Klyppsstað í Loðmundarfirði 11. sept. 1829, d. 1893. For.: Pétur Jónsson síðast prestur á Valþjófsstað og 1. k. h. Anna Björnsdóttir húsmóðir. Bróðir Björns Péturssonar alþm. K. 1. Þórunn Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. K. 2. Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir. Kosinn alþm. S.-Múl. í aukakosningu 1878.
Loftur Jónsson,
útvegsbóndi í Vestmannaeyjum, síðar mormónabiskup í Utah. F. í Butru í Fljótshlíð 24. júlí 1814, d. 1874. For.: Jón Árnason bóndi þar og k. h. Þorgerður Loftsdóttir húsmóðir. K. 1. Guðrún Hallsdóttir húsmóðir. K. 2. Halldóra Árnadóttir húsmóðir. Kosinn þfm. Vestm. 1851, en 5 sem til náðist af 6 kjósendum hans afturkölluðu skriflega umboðið vegna mormónatrúboðs hans.
Sveinbjörn Egilsson,
rektor á Bessastöðum, síðar í Reykjavík, og skáld. F. í Innri-Njarðvík 24. febr. 1791, d. 17. ágúst 1852. For.: Egill Sveinbjarnarson bóndi í Njarðvík og k. h. Guðrún Oddsdóttir húsmóðir. Faðir Egils Egilsonar alþm. og tengdafaðir Eiríks Kúlds alþm. K. Helga Benediktsdóttir Gröndals húsmóðir. Kosinn alþm. Reykv. 1845.
Sveinbjörn Jacobsen,
kaupmaður í Reykjavík. F. í Reykjavík 1816, dánardagur óviss. For.: Hans Hendrik Jacobsen faktor þar og k. h. Ásta Ásbjarnardóttir húsmóðir. K. Andrea Petrea Theresia húsmóðir, f. Tærgesen. Kosinn alþm. Reykv. 1864, en kosningin metin ógild við þingsetningu.
Þorleifur Repp,
málfræðingur. F. í Reykjadal í Hrunamannahreppi 6. júlí 1794, d. 4. des. 1857. For.: Guðmundur Böðvarsson síðast prestur á Kálfatjörn og k. h. Rósa Egilsdóttir húsmóðir. K. Nikolina Petrina húsmóðir, f. Thestrup. Kjörinn þfm. Árn. 1851.
Þorsteinn Jónsson,
síðast sýslumaður í Árnessýslu. F. á Stóra-Ámóti í Flóa 15. okt. 1814, d. 9. mars 1893. For.: Jón Jónsson (Johnsen) umboðsmaður konungsjarða í Árnesþingi og k. h. Halla Magnúsdóttir húsmóðir. Bróðir Jóns Johnsens alþm. og Magnúsar Jónssonar alþm. í Bráðræði. K. Ingibjörg Elísabet Gunnlaugsdóttir húsmóðir. Skip. kgk. alþm. 1861.
Þórarinn Bjarnason,
bóndi í Kolmúla við Fáskrúðsfjörð. F. á Hjalla á Látraströnd 1. júní 1786, d. 24. nóv. 1851. For.: Bjarni Jónsson bóndi þar og k. h. Sólveig Jónsdóttir húsmóðir. K. Guðrún Björnsdóttir húsmóðir. Kosinn alþm. S.-Múl. 1844.
Auk framantalinna tíu manna voru tólf menn kjörnir til setu á Alþingi, en sátu ekki á þingi á kjörtímabilinu. Þeir höfðu hins vegar setið áður á Alþingi eða Þjóðfundinum. Þessir menn voru:
Arnljótur Ólafsson,
kjörinn alþm. N.-Þing. 1900.
Brynjólfur Benedictsen,
kjörinn þm. Barð. 1865.
Guðmundur Einarsson,
kjörinn þm. Dal. 1858.
Guttormur Vigfússon,
kjörinn þm. N.-Múl. 1852.
Jón Guðmundsson,
kjörinn þm. Vestm. 1874.
Jón Ólafsson,
kjörinn landsk. þm. (Rang.) 1937.
Jón Pétursson,
kjörinn þm. Reykv. 1855.
Jósep Skaftason,
kjörinn þm. Húnv. 1852.
Páll Briem,
kjörinn þm. Ak. 1904.
Sveinn Sveinsson,
kjörinn þm. N.-Múl. 1857.
Valtýr Guðmundsson,
kjörinn þm. Seyðf. 1908.
Vilmundur Gylfason,
kjörinn þm. Reykv. 1983.
Skrifstofa Alþingis: Byggt á Alþingismannatali 1996.