Lengstur starfsaldur þingmanna á Alþingi

 

Pétur Ottesen
alþingismaður 1916-1959, 42 ár og 250 daga, sat 52 þing.

Eysteinn Jónsson
alþingismaður 1933-1974, 40 ár og 269 daga (dregnir eru frá dagarnir frá alþingiskosningum 1946 þar til hann tók sæti á þingi nokkru síðar sem varaþingmaður og síðan aðalmaður), sat 48 þing.

Ólafur Thors
alþingismaður 1926-1964, 38 ár og 356 daga, sat 48 þing.

Miðað er við kjördaga. Ekki er dregin frá niðurfelling þingmennsku nokkrar vikur í senn vegna þingrofs.