Varaþingmenn

Samkvæmt 2. mgr. 65. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, skal þingmaður, sem forfallast svo að nauðsyn krefji að varamaður hans taki sæti á meðan, tilkynna forseta það bréflega og jafnframt gera grein fyrir í hverju forföllin eru fólgin og hversu lengi þau muni vara. Forseti kynnir þinginu bréfið. Þegar varamaður tekur sæti í forföllum þingmanns skal hann ekki sitja skemur en eina viku nema þingi hafi áður verið frestað eða þinghlé sé hafið samkvæmt starfsáætlun. Þingmaður fær ekki greitt þingfararkaup meðan varamaður hans situr á þingi nema fjarvist sé vegna veikinda eða þingmaður sé fjarverandi í opinberum erindum í a.m.k. fimm þingdaga.

Í 3. mgr. 65. gr. laga um þingsköp Alþingis segir að varamenn taki þingsæti eftir reglum skv. 111. og 112. gr. kosningalaga, nr. 112/2021, þegar þingmenn þess lista sem þeir eru kosnir af falla frá eða forfallast og án tillits til þess hver þingmaður listans það er. Forfallist varamaður sökum veikinda eða annars, segi hann af sér, missi kjörgengi eða falli frá tekur sá varamannssæti sem næstur er í röðinni á lista og ekki var áður varamaður.

Þegar þingmaður forfallast biður þingflokksformaður jafnan fyrsta varaþingmann flokksins í kjördæminu að taka sæti á þingi. Ef hann getur ekki tekið sæti er leitað til næsta varaþingmanns og koll af kolli ef nauðsyn ber til.

Kveðið er á um það í 4. mgr. 65. gr. sömu laga að ef þingmaður deyr, segir af sér þingmennsku eða missir kjörgengi taki varamaður sæti sem aðalmaður út kjörtímabilið.

Samkvæmt 2. mgr. 17. gr. laga um þingsköp Alþingis skal varaþingmaður, sem tekur sæti á Alþingi í forföllum þingmanns, að jafnaði sitja í þeim nefndum sem aðalmaður var kjörinn í.

Hér að aftan má sjá hver er fyrsti til fimmti varaþingmaður í öllum þingflokkum í hverju kjördæmi um sig á yfirstandandi kjörtímabili. Hægt er að smella á nöfn þeirra varaþingmanna sem tekið hafa sæti á Alþingi til að sjá nánari upplýsingar um þá og þingsetu þeirra.


Mögulegir varaþingmenn

Norðausturkjördæmi

Framsóknarflokkur

Alþingismenn
 1. Ingibjörg Isaksen
 2. Líneik Anna Sævarsdóttir
 3. Þórarinn Ingi Pétursson
Varaþingmenn
 1. Helgi Héðinsson, var síðast á þingi 18. maí 2023
 2. Halldóra K. Hauksdóttir, var síðast á þingi 12. febrúar 2023
 3. Kristinn Rúnar Tryggvason
 4. Jónína Brynjólfsdóttir
 5. Ari Teitsson

Flokkur fólksins

Alþingismenn
 1. Jakob Frímann Magnússon
Varaþingmenn
 1. Katrín Sif Árnadóttir, var síðast á þingi 31. mars 2023
 2. Brynjólfur Ingvarsson
 3. Diljá Helgadóttir
 4. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir
 5. Tomasz Piotr Kujawski

Miðflokkurinn

Alþingismenn
 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Varaþingmenn
 1. Þorgrímur Sigmundsson, var síðast á þingi 22. maí 2022
 2. Ágústa Ágústsdóttir, var síðast á þingi 20. mars 2022
 3. Alma Sigurbjörnsdóttir
 4. Guðný Harðardóttir
 5. Helgi Sveinbjörn Jóhannsson

Anna Kolbrún Árnadóttir lést 9. maí 2023, sat í 2. sæti listans.

Sjálfstæðisflokkur

Alþingismenn
 1. Njáll Trausti Friðbertsson
 2. Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Varaþingmenn
 1. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sitjandi varaþingmaður
 2. Ragnar Sigurðsson, var síðast á þingi 24. september 2023
 3. Gunnar Hnefill Örlygsson
 4. Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir
 5. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir

Samfylkingin

Alþingismenn
 1. Logi Einarsson
Varaþingmenn
 1. Hilda Jana Gísladóttir, var síðast á þingi 31. mars 2023
 2. Eydís Ásbjörnsdóttir, var síðast á þingi 20. nóvember 2022
 3. Kjartan Páll Þórarinsson
 4. Margrét S. Benediktsdóttir
 5. Sigurður Vopni Vatnsdal

Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Alþingismenn
 1. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 2. Jódís Skúladóttir
Varaþingmenn
 1. Óli Halldórsson, var síðast á þingi 20. júní 2019
 2. Kári Gautason, sitjandi varaþingmaður
 3. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, var síðast á þingi 21. október 2022
 4. Helga Margrét Jóhannesdóttir
 5. Ingibjörg Þórðardóttir, var síðast á þingi 2. september 2019

Norðvesturkjördæmi

Framsóknarflokkur

Alþingismenn
 1. Stefán Vagn Stefánsson
 2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
 3. Halla Signý Kristjánsdóttir
Varaþingmenn
 1. Friðrik Már Sigurðsson, var síðast á þingi 12. mars 2023
 2. Iða Marsibil Jónsdóttir, var síðast á þingi 21. október 2022
 3. Elsa Lára Arnardóttir, var síðast á þingi 20. október 2022
 4. Þorgils Magnússon
 5. Gunnar Ásgrímsson

Flokkur fólksins

Alþingismenn
 1. Eyjólfur Ármannsson
Varaþingmenn
 1. Hermann Jónsson Bragason, var síðast á þingi 12. febrúar 2023
 2. Eyjólfur Guðmundsson
 3. Sigurlaug Sigurðardóttir
 4. Sigurjón Þórðarson, var síðast á þingi 9. júní 2023
 5. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Þórunn Björg Bjarnadóttir sagði af sér varaþingmennsku 1. september 2022, sat í 2. sæti listans.

Miðflokkurinn

Alþingismenn
 1. Bergþór Ólason
Varaþingmenn
 1. Sigurður Páll Jónsson, var síðast á þingi 6. júní 2022
 2. Finney Aníta Thelmudóttir
 3. Ílóna Sif Ásgeirsdóttir
 4. Högni Elfar Gylfason, var síðast á þingi 20. nóvember 2022
 5. Hákon Hermannsson

Sjálfstæðisflokkur

Alþingismenn
 1. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
 2. Teitur Björn Einarsson
Varaþingmenn
 1. Sigríður Elín Sigurðardóttir, var síðast á þingi 15. júní 2022
 2. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir
 3. Örvar Már Marteinsson
 4. Magnús Magnússon
 5. Lilja Björg Ágústsdóttir

Haraldur Benediktsson sagði af sér þingmennsku frá og með 30. apríl 2023, sat í 2. sæti listans.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Alþingismenn
 1. Bjarni Jónsson
Varaþingmenn
 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir, var síðast á þingi 28. apríl 2023
 2. Sigríður Gísladóttir
 3. Þóra Margrét Lúthersdóttir
 4. Lárus Ástmar Hannesson, var síðast á þingi 23. nóvember 2015
 5. Heiðar Mar Björnsson

Reykjavíkurkjördæmi norður

Framsóknarflokkur

Alþingismenn
 1. Ásmundur Einar Daðason
Varaþingmenn
 1. Brynja Dan Gunnarsdóttir, var síðast á þingi 22. september 2022
 2. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, var síðast á þingi 21. desember 1998
 3. Gauti Grétarsson
 4. Magnea Gná Jóhannsdóttir
 5. Lárus Helgi Ólafsson

Flokkur fólksins

Alþingismenn
 1. Tómas A. Tómasson
Varaþingmenn
 1. Kolbrún Baldursdóttir
 2. Rúnar Sigurjónsson
 3. Rut Ríkey Tryggvadóttir
 4. Harpa Karlsdóttir
 5. Ingimar Elíasson

Píratar

Alþingismenn
 1. Halldóra Mogensen
 2. Andrés Ingi Jónsson
Varaþingmenn
 1. Lenya Rún Taha Karim, var síðast á þingi 1. október 2023
 2. Valgerður Árnadóttir, var síðast á þingi 19. september 2022
 3. Oktavía Hrund Jónsdóttir, var síðast á þingi 15. maí 2017
 4. Kjartan Jónsson
 5. Haukur Viðar Alfreðsson

Sjálfstæðisflokkur

Alþingismenn
 1. Guðlaugur Þór Þórðarson
 2. Diljá Mist Einarsdóttir
Varaþingmenn
 1. Brynjar Níelsson, var síðast á þingi 31. mars 2023
 2. Kjartan Magnússon, var síðast á þingi 13. febrúar 2022
 3. Bessí Jóhannsdóttir, var síðast á þingi 7. apríl 2017
 4. Jón Karl Ólafsson
 5. Katrín Atladóttir

Samfylkingin

Alþingismenn
 1. Jóhann Páll Jóhannsson
 2. Dagbjört Hákonardóttir
Varaþingmenn
 1. Magnús Árni Skjöld Magnússon, var síðast á þingi 24. nóvember 2023
 2. Ragna Sigurðardóttir, var síðast á þingi 22. nóvember 2023
 3. Finnur Birgisson
 4. Ásta Guðrún Helgadóttir, var síðast á þingi 27. október 2017
 5. Ásgeir Beinteinsson

Helga Vala Helgadóttir sagði af sér þingmennsku 4. september 2023, sat í 1. sæti listans.

Viðreisn

Alþingismenn
 1. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Varaþingmenn
 1. Jón Steindór Valdimarsson, var síðast á þingi 12. febrúar 2023
 2. Katrín S. J. Steingrímsdóttir
 3. Guðmundur Ragnarsson
 4. Marta Jónsdóttir
 5. Geir Sigurður Jónsson

Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Alþingismenn
 1. Katrín Jakobsdóttir
 2. Steinunn Þóra Árnadóttir
Varaþingmenn
 1. Eva Dögg Davíðsdóttir, var síðast á þingi 12. febrúar 2023
 2. René Biasone, var síðast á þingi 16. desember 2022
 3. Andrés Skúlason, var síðast á þingi 11. desember 2022
 4. Álfheiður Ingadóttir, var síðast á þingi 2. september 2019
 5. Arnar Evgení Gunnarsson

Reykjavíkurkjördæmi suður

Framsóknarflokkur

Alþingismenn
 1. Lilja Alfreðsdóttir
Varaþingmenn
 1. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, var síðast á þingi 24. september 2023
 2. Sigrún Elsa Smáradóttir
 3. Íris Eva Gísladóttir
 4. Þorvaldur Daníelsson
 5. Guðni Ágústsson, var síðast á þingi 17. nóvember 2008

Flokkur fólksins

Alþingismenn
 1. Inga Sæland
Varaþingmenn
 1. Wilhelm Wessman, var síðast á þingi 12. mars 2023
 2. Helga Þórðardóttir, var síðast á þingi 7. júní 2022
 3. Svanberg Hreinsson, var síðast á þingi 15. júní 2022
 4. Halldóra Gestsdóttir
 5. Birgir Jóhann Birgisson

Píratar

Alþingismenn
 1. Björn Leví Gunnarsson
 2. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
Varaþingmenn
 1. Halldór Auðar Svansson, var síðast á þingi 17. nóvember 2023
 2. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, var síðast á þingi 9. júní 2023
 3. Sara Elísa Þórðardóttir, var síðast á þingi 29. maí 2022
 4. Helga Völundardóttir
 5. Eiríkur Rafn Rafnsson

Sjálfstæðisflokkur

Alþingismenn
 1. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 2. Hildur Sverrisdóttir
 3. Birgir Ármannsson
Varaþingmenn
 1. Friðjón R. Friðjónsson, var síðast á þingi 29. október 2023
 2. Ágústa Guðmundsdóttir, var síðast á þingi 30. apríl 2023
 3. Vigfús Bjarni Albertsson
 4. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, var síðast á þingi 31. mars 2023
 5. Helga Lára Haarde

Samfylkingin

Alþingismenn
 1. Kristrún Frostadóttir
Varaþingmenn
 1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, var síðast á þingi 19. febrúar 2023
 2. Viðar Eggertsson, var síðast á þingi 7. maí 2023
 3. Vilborg Kristín Oddsdóttir, var síðast á þingi 14. maí 2023
 4. Birgir Þórarinsson
 5. Aldís Mjöll Geirsdóttir

Viðreisn

Alþingismenn
 1. Hanna Katrín Friðriksson
Varaþingmenn
 1. Daði Már Kristófersson, var síðast á þingi 17. nóvember 2023
 2. María Rut Kristinsdóttir, var síðast á þingi 29. nóvember 2021
 3. Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, var síðast á þingi 27. mars 2022
 4. Ingunn Heiða Ingimarsdóttir
 5. Gunnar Björnsson

Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Alþingismenn
 1. Svandís Svavarsdóttir
 2. Orri Páll Jóhannsson
Varaþingmenn
 1. Brynhildur Björnsdóttir, var síðast á þingi 1. október 2023
 2. Elva Hrönn Hjartardóttir
 3. Sveinn Rúnar Hauksson
 4. Kristín Magnúsdóttir
 5. Guy Conan Stewart

Daníel E. Arnarsson sagði af sér varaþingmennsku 29. mars 2023, sat í 3. sæti listans.

Suðurkjördæmi

Framsóknarflokkur

Alþingismenn
 1. Sigurður Ingi Jóhannsson
 2. Jóhann Friðrik Friðriksson
 3. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
Varaþingmenn
 1. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, var síðast á þingi 12. nóvember 2023
 2. Njáll Ragnarsson
 3. Ásgerður K. Gylfadóttir, var síðast á þingi 2. febrúar 2020
 4. Lilja Einarsdóttir
 5. Daði Geir Samúelsson

Flokkur fólksins

Alþingismenn
 1. Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Varaþingmenn
 1. Georg Eiður Arnarson, var síðast á þingi 7. apríl 2022
 2. Elín Íris Fanndal
 3. Sigrún Berglind Grétars
 4. Stefán Viðar Egilsson
 5. Inga Helga Fredriksen

Sjálfstæðisflokkur

Alþingismenn
 1. Guðrún Hafsteinsdóttir
 2. Vilhjálmur Árnason
 3. Ásmundur Friðriksson
Varaþingmenn
 1. Björgvin Jóhannesson, var síðast á þingi 17. nóvember 2023
 2. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, var síðast á þingi 12. febrúar 2023
 3. Jarl Sigurgeirsson
 4. Eva Björk Harðardóttir
 5. Guðbergur Reynisson
Þingmenn af M-lista Miðflokksins
 1. Birgir Þórarinsson, gekk til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins frá og með 8. október 2021
Varaþingmenn
 1. Erna Bjarnadóttir, var síðast á þingi 1. maí 2022
 2. Heiðbrá Ólafsdóttir
 3. Guðni Hjörleifsson
 4. Ásdís Bjarnadóttir
 5. Davíð Brár Unnarsson

Samfylkingin

Alþingismenn
 1. Oddný G. Harðardóttir
Varaþingmenn
 1. Viktor Stefán Pálsson, var síðast á þingi 23. mars 2022
 2. Guðný Birna Guðmundsdóttir, var síðast á þingi 30. apríl 2023
 3. Inger Erla Thomsen
 4. Friðjón Einarsson
 5. Anton Örn Eggertsson

Viðreisn

Alþingismenn
 1. Guðbrandur Einarsson
Varaþingmenn
 1. Þórunn Wolfram Pétursdóttir, var síðast á þingi 28. desember 2021
 2. Sigurjón Vídalín Guðmundsson
 3. Elva Dögg Sigurðardóttir, var síðast á þingi 5. nóvember 2023
 4. Axel Sigurðsson
 5. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir

Suðvesturkjördæmi

Framsóknarflokkur

Alþingismenn
 1. Willum Þór Þórsson
 2. Ágúst Bjarni Garðarsson
Varaþingmenn
 1. Anna Karen Svövudóttir
 2. Kristín Hermannsdóttir, var síðast á þingi 3. apríl 2022
 3. Ívar Atli Sigurjónsson
 4. Svandís Dóra Einarsdóttir
 5. Ómar Stefánsson

Flokkur fólksins

Alþingismenn
 1. Guðmundur Ingi Kristinsson
Varaþingmenn
 1. Jónína Björk Óskarsdóttir, var síðast á þingi 27. mars 2022
 2. Sigurður Tyrfingsson, var síðast á þingi 12. nóvember 2023
 3. Þóra Gunnlaug Briem
 4. Stefanía Hinriksdóttir
 5. Ósk Matthíasdóttir

Píratar

Alþingismenn
 1. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 2. Gísli Rafn Ólafsson
Varaþingmenn
 1. Eva Sjöfn Helgadóttir, sitjandi varaþingmaður
 2. Indriði Ingi Stefánsson, var síðast á þingi 15. október 2023
 3. Greta Ósk Óskarsdóttir
 4. Lárus Vilhjálmsson
 5. Bjartur Thorlacius

Sjálfstæðisflokkur

Alþingismenn
 1. Bjarni Benediktsson
 2. Jón Gunnarsson
 3. Bryndís Haraldsdóttir
 4. Óli Björn Kárason
Varaþingmenn
 1. Arnar Þór Jónsson, var síðast á þingi 16. desember 2022
 2. Sigþrúður Ármann, var síðast á þingi 28. desember 2021
 3. Kristín María Thoroddsen
 4. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
 5. Bergur Þorri Benjamínsson

Samfylkingin

Alþingismenn
 1. Þórunn Sveinbjarnardóttir
Varaþingmenn
 1. Guðmundur Andri Thorsson, sitjandi varaþingmaður
 2. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, var síðast á þingi 23. október 2022
 3. Guðmundur Ari Sigurjónsson
 4. Sólveig Skaftadóttir
 5. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson

Viðreisn

Alþingismenn
 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 2. Sigmar Guðmundsson
Varaþingmenn
 1. Elín Anna Gísladóttir, var síðast á þingi 13. nóvember 2022
 2. Thomas Möller, var síðast á þingi 31. mars 2023
 3. Ástrós Rut Sigurðardóttir, var síðast á þingi 23. apríl 2023
 4. Rafn Helgason
 5. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir

Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Alþingismenn
 1. Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Varaþingmenn
 1. Una Hildardóttir, var síðast á þingi 2. febrúar 2020
 2. Ólafur Þór Gunnarsson, var síðast á þingi 13. júní 2022
 3. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir
 4. Þóra Elfa Björnsson
 5. Júlíus Andri Þórðarson