Ákvarðanir forsætisnefndar Alþingis

Í lokamálslið 6. gr. reglna um störf og starfshætti forsætisnefndar Alþingis segir að birta skuli ákvarðanir úr staðfestum fundargerðum forsætisnefndar, sem upplýsingalög taka til, á vef Alþingis. Þar segir jafnframt að heimilt sé að birta aðrar ákvarðanir forsætisnefndar, svo sem um störf Alþingis og stofnanir þess, samkvæmt ákvörðun nefndarinnar hvert sinn. 

Ákvarðanir forsætisnefndar eru birtar hér í tímaröð funda, þannig að sú nýjasta er efst. Miðast fyrsta birtingin, sem er neðst á listanum, við þann fund nefndarinnar þar sem reglurnar voru samþykktar, 17. mars 2020.


Forsætisnefnd 21. janúar 2022

Innköllun varamanna vegna þátttöku þingmanna í fjarfundum alþjóðastarfs
Samþykkt að á 152. löggjafarþingi verði, í samræmi við fjárheimildir fyrir
alþjóðastarf, heimilt að boða varamann fyrir þingmann sem situr
fjarfundi alþjóðlegra þingmannasamtaka, enda vari fundurinn í fimm
þingdaga að teknu tilliti til ferðadaga sem ella hefðu orðið.

Forsætisnefnd 18. janúar 2022

Starfsáætlun 152. löggjafarþings
Samþykkt starfsáætlun 152. löggjafarþings.