Forsætisnefnd 15. jan. 2021

Launamál þriggja embættismanna
Samþykkt breyting á launum þeirra þriggja embættismanna sem forsætisnefnd ákveður laun fyrir, en það eru skrifstofustjóri Alþingis, ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis. Samþykkt að laun þeirra taki sömu hækkunum og laun ráðuneytisstjóra og hæstaréttardómara, en þau hækkuðu um 3,4% 1. janúar sl. Skrifstofustjóri vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Endurskoðun starfsreglna fastanefnda
Samþykkt tillaga frá nefndasviði um heildarendurskoðun á reglum sem gilda um starfsemi fastanefnda Alþingis. Endurskoðun verður í samræmi við verklag sem tilgreint er í minnisblaði nefndasviðs um málið.