Forsætisnefnd 16.–17. ágúst 2021

Innleiðing jafnréttisvísis
Samþykkt að fela skrifstofu Alþingis að taka saman greinargerð um framvindu þeirrar vinnu sem farið hefur fram við innleiðingu jafnréttisvísis og leggja fyrir næstu forsætisnefnd.

Undirbúningur fyrir endurskoðun laga og reglna um þingfararkostnað
Samþykkt að skrifstofan haldi áfram undirbúningi fyrir endurskoðun laga og reglna um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað.

Ferðakostnaður í aðdraganda kosninga (breyting á reglum)
Samþykkt breyting á reglum um þingfararkostnað sem varðar endurgreiðslu
ferðakostnaðar í aðdraganda kosninga.

Reglur um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna
Samþykktar reglur um starfsfólk þingflokka og aðstoðarmenn formanna.

Greiðslur þingfararkostnaðar (vísitöluuppfærsla)
Samþykktar verðlagsuppbætur á húsnæðiskostnað, álag á húsnæðis- og dvalarkostnað, húsnæðis- og dvalarkostnaður vegna heimanaksturs, ferðakostnað í kjördæmi og starfskostnað.

Starfsreglur fastanefnda
Samþykktar endurskoðaðar reglur um starfsemi fastanefnda Alþingis.

Alþjóðastarf Alþingis
Samþykkt stefnumótun fyrir alþjóðastarf Alþingis.

Samráðshlutverk utanríkismálanefndar milli kjördags og þingsetningar
Samþykkt fyrirkomulag á samráðshlutverki utanríkismálanefndar á tímabilinu milli alþingiskosninga og kosningar nýrrar utanríkismálanefndar.

Þátttaka alþjóðanefnda í alþjóðastarfi milli kjördags og þingsetningar
Samþykkt fyrirkomulag um þátttöku alþjóðanefnda í alþjóðastarfi Alþingis milli kjördags og kosningar nýrra alþjóðanefnda.

Samningur við Sögufélag
Samþykkt að styrkja Sögufélag um 15 m.kr. yfir þriggja ára tímabil, 2022–2024, til útgáfu rits um útfærslu landhelginnar í tilefni þess að 50 ár verða á næsta ári liðin frá útfærslu landhelginnar í 200 mílur.

Samstarfið við Women Political Leaders
Samþykkt að halda áfram samstarfi við WPL um að halda Heimsþing kvenleiðtoga á Íslandi skv. nánara samkomulagi.