Reykjavíkurkjördæmi norður

  • Reykjavíkurkjördæmi norður
    Reykjavík er skipt í tvö kjördæmi.

Reykjavík skal skipta frá vestri til austurs í tvö kjördæmi, suðurkjördæmi og norðurkjördæmi. Þegar boðað hefur verið til almennra alþingiskosninga skal landskjörstjórn ákveða mörk kjördæma í Reykjavík.

Mörk Reykjavíkurkjördæmanna í kosningum 2013 voru dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi, en frá Vesturlandsvegi á móts við Sóltorg í Grafarholti er dregin bein lína í miðpunkt Sóltorgs og þaðan eru mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar er dregin bein lína að borgarmörkum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.


Þingmenn og varaþingmenn

Nafn Skamm­stöfun Kjör­dæma-
númer
Kjör­dæmi Þing­flokkur
Guðlaugur Þór Þórðar­son
utanríkis­ráðherra
GÞÞ 1. þm. Reykv. n. Sjálf­stæðis­flokkur
Katrín Jakobs­dóttir
KJak 2. þm. Reykv. n. Vinstri hreyf­ingin - grænt framboð
Birgitta Jóns­dóttir
for­maður þing­flokks
BirgJ 3. þm. Reykv. n. Píratar
Áslaug Arna Sigurbjörns­dóttir
vara­for­maður þing­flokks
ÁslS 4. þm. Reykv. n. Sjálf­stæðis­flokkur
Þorsteinn Víglunds­son
félags- og jafnréttismála­ráðherra
ÞorstV 5. þm. Reykv. n. Viðreisn
Steinunn Þóra Árna­dóttir
SÞÁ 6. þm. Reykv. n. Vinstri hreyf­ingin - grænt framboð
Björn Leví Gunnars­son
BLG 7. þm. Reykv. n. Píratar
Birgir Ármanns­son
for­maður þing­flokks
8. þm. Reykv. n. Sjálf­stæðis­flokkur
Björt Ólafs­dóttir
umhverfis- og auð­linda­ráðherra
BjÓ 9. þm. Reykv. n. Björt framtíð
Andrés Ingi Jóns­son
AIJ 10. þm. Reykv. n. Vinstri hreyf­ingin - grænt framboð
Halldóra Mogensen
HallM 11. þm. Reykv. n. Píratar

Fann 11.