Reykjavíkurkjördæmi norður

Reykjavík skal skipta frá vestri til austurs í tvö kjördæmi, suðurkjördæmi og norðurkjördæmi. Þegar boðað hefur verið til almennra alþingiskosninga skal landskjörstjórn ákveða mörk kjördæma í Reykjavík.

Í alþingiskosningum 2021 voru kjördæmamörkin dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi að Víkurvegi. Þaðan eru mörkin dregin eftir Víkurvegi til austurs að Reynis­vatns­vegi, í austur að Jónsgeisla og eftir Jónsgeisla að Krosstorgi. Frá Krosstorgi eru mörkin dregin austur um miðlínu Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar eru mörkin dregin eftir miðlínu Hólmsheiðar­vegar allt til móts við Haukdælabraut 66 og þaðan er dregin bein lína að borgarmörkum.


Þingmenn og varaþingmenn

Nafn Skamm­stöfun Kjör­dæma-
númer
Kjör­dæmi Þing­flokkur
Guðlaugur Þór Þórðar­son
umhverfis-, orku- og loftslags­ráðherra
GÞÞ 1. þm. Reykv. n. Sjálf­stæðis­flokkur
Katrín Jakobs­dóttir
forsætis­ráðherra
KJak 2. þm. Reykv. n. Vinstrihreyf­ingin - grænt framboð
Halldóra Mogensen
formaður framtíðarnefndar
HallM 3. þm. Reykv. n. Píratar
Jóhann Páll Jóhanns­son
JPJ 4. þm. Reykv. n. Sam­fylk­ingin
Ásmundur Einar Daða­son
mennta- og barnamála­ráðherra
ÁsmD 5. þm. Reykv. n. Fram­sókn­ar­flokkur
Diljá Mist Einars­dóttir
formaður utanríkismálanefndar
DME 6. þm. Reykv. n. Sjálf­stæðis­flokkur
Steinunn Þóra Árna­dóttir
SÞÁ 7. þm. Reykv. n. Vinstrihreyf­ingin - grænt framboð
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs­dóttir
ÞorbG 8. þm. Reykv. n. Viðreisn
Tómas A. Tómas­son
TAT 9. þm. Reykv. n. Flokkur fólksins
Valgerður Árna­dóttir
 fyrir Andrés Inga Jóns­son
ValÁ 10. þm. Reykv. n. Píratar
Magnús Árni Skjöld Magnús­son
 fyrir Dagbjörtu Hákonar­dóttur
MagnM 11. þm. Reykv. n. Sam­fylk­ingin

Fann 11.