Laun og starfskjör þingmanna

Ferðir með bílaleigubíl

Alþingismanni er að jafnaði heimilt að nota bílaleigubíl til fundarferða þegar vegalengd á fundarstað er a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð.

Ef alþingismaður þarf að aka mikið vegna starfa sinna er miðað við að hann noti bílaleigubíl. Þegar fyrirsjáanlegt er að hann muni aka meira en 15.000 km ber honum að nota bílaleigubíl sem skrifstofa Alþingis lætur í té. Skrifstofan getur endurskoðað þennan kílómetrafjölda, t.d. í kjölfar útboðs á bílaleiguakstri. Alþingi greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar samkvæmt nánari reglum skrifstofunnar.