Laun og starfskjör þingmanna

Ferðakostnaður utan lands

Alþingismenn taka fyrir hönd Alþingis þátt í margvíslegu samstarfi átta alþjóðlegra samtaka þingmanna. Alþingi á þannig aðild að Evrópuráðsþinginu, Alþjóðaþingmannasambandinu, NATO-þinginu, Norðurlandaráði, Vestnorræna ráðinu, þingmannanefnd EFTA og EES, þingmannaráðstefnunni um norðurskautsmál og ÖSE-þinginu.

Alþingi greiðir kostnað við ferðir þingmanna á fundi þessara samtaka sem og þátttöku í öðru tilfallandi alþjóðastarfi.