Laun og starfskjör þingmanna

Flugferðir (innan lands)

Þingmenn fá afhent flugkort sem er kreditkort í þeirra nafni. Þau eru miðuð við ferðir á staði þar sem flugferðir eru heppilegri valkostur en akstur og veita þau tiltekinn afslátt af fullu fargjaldi. 

Þegar þingmaður ferðast með flugvél er jafnframt greitt fyrir leigubíl til og frá flugvelli samkvæmt reikningi þegar við á. Sama á við um annan ferðamáta, svo sem þegar ferðast er með ferju eða áætlunarbifreiðum.