Laun og starfskjör þingmanna

Flugferðir (innan lands)

Þingmenn geta fengið ýmsan útlagðan ferðakostnað innan lands endurgreiddan samkvæmt framvísun reikninga í samræmi við reglur þar um. Í öllum tilvikum er miðað við að þingmenn velji hagkvæmasta ferðamáta í ferðum er tengjast starfi þeirra. Nánari upplýsingar má finna á síðunni ferðakostnaður innan lands.