Laun og starfskjör þingmanna

Húsnæðis- og dvalarkostnaður vegna heimanaksturs

Þingmenn utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis sem búa nærri Reykjavík og sem kjósa að aka daglega milli Alþingis og heimilis um þingtímann eiga rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað auk þriðjungs af fastri greiðslu húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þeirri greiðslu er ætlað að koma til móts við tilfallandi húsnæðis- og dvalarkostnað er tengist slíkum ferðum.