Laun og starfskjör þingmanna

Síma- og netkostnaður

Þingmenn fá endurgreiddan kostnað við notkun á heimasíma og farsíma auk nettengingar. Einnig endurgreiðir Alþingi þingmanni á tveggja ára fresti allt að  80.000 kr. til kaupa á farsíma að eigin vali samkvæmt framlögðum reikningi.