Ýmis eyðublöð

Framvísun starfskostnaðarreikninga

Alþingismenn, sem framvísa reikningum fyrir greiddum starfskostnaði, fá staðgreiðsluna lækkaða jafnóðum við næstu mánaðarútborgun starfskostnaðar. Ef fjárhæðin er hærri en sem nemur mánaðarlegum starfskostnaði kemur mismunurinn til lækkunar í næsta mánuði eða á næstu mánuðum þar á eftir. 

Reikningar þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar á skrifstofuna til að taka megi tillit til þeirra við næstu útborgun starfskostnaðar.

Álag á húsnæðiskostnað vegna tvöfaldrar búsetu

Haldi alþingismaður, sem á aðalheimili utan höfuðborgarsvæðisins, annað heimili í Reykjavík getur hann óskað eftir að fá greitt álag, 40%, á fjárhæð skv. 1. mgr.