Bandalag jafnaðarmanna

Bandalag jafnaðarmanna var stofnað 1983 að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar eftir klofning í Alþýðuflokknum. Bandalag jafnaðarmanna hlaut fjóra þingmenn kjörna 1983. Árið 1986 leystist þingflokkur Bandalags jafnaðarmanna upp þegar þrír þingmenn þess gengu í Alþýðuflokkinn en einn í Sjálfstæðisflokkinn.


Æviágrip þingmanna: 6

  1. Guðmundur Einarsson fæddur 1948. Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1983—1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokkur).
  2. Jónína Leósdóttir fædd 1954. Varaþingmaður Reykvíkinga mars-apríl 1985 (Bandalag jafnaðarmanna).
  3. Kolbrún Jónsdóttir fædd 1949. Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1983—1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokkur).
  4. Kristín S. Kvaran fædd 1946. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1983—1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Sjálfstæðisflokkur).
  5. Kristófer Már Kristinsson fæddur 1948. Landskjörinn varaþingmaður (Vesturlands) nóvember-desember 1983, febrúar-mars og október-desember 1984, október-nóvember 1985 og apríl 1986 (Bandalag jafnaðarmanna).
  6. Stefán Benediktsson fæddur 1941. Alþingismaður Reykvíkinga 1983—1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokkur).