Frjálslyndi flokkurinn

Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður árið 1998 að frumkvæði Sverris Hermannssonar fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem og fleiri fylgismanna breytinga á kvótakerfi í stjórnun fiskveiða. Flokkurinn fékk tvö þingsæti í kosningum 1999. Flokkurinn bauð síðast fram í kosningum 2009 en fékk ekki menn kjörna.


Æviágrip þingmanna: 20

 1. Bergljót Halldórsdóttir fædd 1955. Varaþingmaður Vestfirðinga nóvember 1999 (Frjálslyndi flokkurinn).
 2. Grétar Mar Jónsson fæddur 1955. Alþingismaður Suðurkjördæmis 2007–2009 (Frjálslyndi flokkurinn).
 3. Guðjón A. Kristjánsson fæddur 1944. Alþingismaður Vestfirðinga 1999–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Frjálslyndi flokkurinn).
 4. Gunnar Ingi Gunnarsson fæddur 1946. Varaþingmaður Reykvíkinga desember 1999 (Frjálslyndi flokkurinn).
 5. Gunnar Örlygsson fæddur 1971. Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Frjálslyndi flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 6. Hanna Birna Jóhannsdóttir fædd 1944. Varaþingmaður Suðurkjördæmis febrúar 2008 (Frjálslyndi flokkurinn).
 7. Jón Magnússon fæddur 1946. Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009 (Frjálslyndi flokkurinn, utan flokka, Sjálfstæðisflokkur).
 8. Karl V. Matthíasson fæddur 1952. Alþingismaður Vestfirðinga 2001–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2007–2009 (Samfylkingin, Frjálslyndi flokkurinn).
 9. Kjartan Eggertsson fæddur 1954. Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður maí 2008 (Frjálslyndi flokkurinn).
 10. Kristinn H. Gunnarsson fæddur 1952. Alþingismaður Vestfirðinga 1991–2003 (Alþýðubandalag, utan flokka, Framsóknarflokkur), alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, utan flokka).
 11. Magnús Þór Hafsteinsson fæddur 1964. Alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Frjálslyndi flokkurinn).
 12. Margrét K. Sverrisdóttir fædd 1958. Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar-mars 2000 (Frjálslyndi flokkurinn).
 13. Pétur Bjarnason fæddur 1941. Varaþingmaður Vestfirðinga október 1987, apríl og nóvember 1990, mars-apríl 1992, apríl 1993, mars og október-desember 1994, janúar-febrúar 1995, mars-apríl og nóvember 2000, nóvember 2002, febrúar-mars 2003 (Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn), varaþingmaður Norðvesturkjördæmis nóvember 2004 og febrúar-mars 2006 (Frjálslyndi flokkurinn).
 14. Ragnheiður Ólafsdóttir fædd 1942. Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis febrúar 2009 (Frjálslyndi flokkurinn).
 15. Sigurjón Þórðarson fæddur 1964. Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2007 (Frjálslyndi flokkurinn).
 16. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir fædd 1964. Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis október-desember 2003, mars og nóvember 2004 og febrúar-mars 2007 (Frjálslyndi flokkurinn, utan flokka).
 17. Steinunn K. Pétursdóttir fædd 1973. Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis desember 2003, mars-apríl og nóvember-desember 2004, mars-apríl 2005 (Frjálslyndi flokkurinn).
 18. Sverrir Hermannsson fæddur 1930. Alþingismaður Austurlands 1971—1988 (Sjálfstæðisflokkur), alþingismaður Reykvíkinga 1999—2003 (Frjálslyndi flokkurinn). Iðnaðarráðherra 1983—1985, menntamálaráðherra 1985—1987.
 19. Valdimar L. Friðriksson fæddur 1960. Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2005–2007 (Samfylkingin, utan flokka, Frjálslyndi flokkurinn).
 20. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir fædd 1953. Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis desember 2007 (Frjálslyndi flokkurinn).