Kommúnistaflokkur Íslands

Kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður árið 1930 þegar kommúnistar klufu sig úr Alþýðuflokknum. Flokkurinn fékk fyrst menn kjörna á þing í kosningum 1937, þrjá talsins. Flokkurinn myndaði Sameiningarflokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn 1938 með klofningsbroti úr Alþýðuflokknum.


Æviágrip þingmanna: 3

  1. Brynjólfur Bjarnason fæddur 1898. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1937—1942 og (Vestmanneyinga, Reykvíkinga) 1946—1956, alþingismaður Reykvíkinga 1942—1946 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn). Menntamálaráðherra 1944—1947.
  2. Einar Olgeirsson fæddur 1902. Alþingismaður Reykvíkinga 1937—1967 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur, Alþýðubandalag).
  3. Ísleifur Högnason fæddur 1895. Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1937—1942 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).