Samtök frjálslyndra og vinstri manna

Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð 1969 að frumkvæði Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar. Samtökin fengu fimm menn kjörna árið 1971 en töpuðu fylgi í kosningum 1974 og féllu út af þingi eftir kosningar 1978.


Æviágrip þingmanna: 12

 1. Benóný Arnórsson fæddur 1927. Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1968 (utan flokka), mars-apríl og nóvember-desember 1972 og apríl-maí 1974 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna).
 2. Bjarni Guðnason fæddur 1928. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1971—1974 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna, utan flokka).
 3. Björn Jónsson fæddur 1916. Landskjörinn alþingismaður (Akureyrar) 1956—1959, alþingismaður Norðurlands eystra 1959—1974 (Alþýðubandalag, utan flokka, Samtök frjálslyndra og vinstri manna), landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1978—1979 (Alþýðuflokkur). (Vegna veikinda sat hann ekki nema einn dag á þinginu 1978—1979.) Félagsmála- og samgönguráðherra 1973—1974.
 4. Halldór S Magnússon fæddur 1942. Landskjörinn varaþingmaður (Reyknesinga) febrúar 1972 og febrúar-mars 1974 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna).
 5. Hannibal Valdimarsson fæddur 1903. Landskjörinn alþingismaður (Norður-Ísfirðinga) 1946—1952, (Ísafjarðar) 1953—1956 og (Reykvíkinga, Vestfirðinga) 1959—1963, alþingismaður Ísafjarðar 1952—1953, alþingismaður Reykvíkinga 1956—1959 og 1967—1971, alþingismaður Vestfirðinga 1963—1967 og 1971—1974 (Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, utan flokka, Samtök frjálslyndra og vinstri manna). Félags- og heilbrigðismálaráðherra 1956—1958, samgöngu- og félagsmálaráðherra 1971—1973.
 6. Haraldur Henrysson fæddur 1938. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember-desember 1968 (utan flokkar) og mars 1971 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna).
 7. Hjördís Hjörleifsdóttir fædd 1926. Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar 1972 og febrúar-mars 1974 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna).
 8. Inga Birna Jónsdóttir fædd 1934. Varaþingmaður Reykvíkinga desember 1971 og febrúar-mars 1972 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna).
 9. Jón Baldvin Hannibalsson fæddur 1939. Varaþingmaður Vestfirðinga janúar—febrúar 1975 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna) og nóvember—desember 1978, varaþingmaður Reykvíkinga mars—apríl 1980, mars—apríl 1981 og apríl—maí 1982 (Alþýðuflokkur).
 10. Karvel Pálmason fæddur 1936. Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1971—1974, alþingismaður Vestfirðinga 1974—1978 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna), landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1979—1983, alþingismaður Vestfirðinga 1983—1991 (Alþýðuflokkur).
 11. Magnús Torfi Ólafsson fæddur 1923. Alþingismaður Reykvíkinga 1971—1974, landskjörinn alþingismaður 1974—1978 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna). Menntamálaráðherra 1971—1974, jafnframt félagsmála- og samgönguráðherra 1974.
 12. Ólafur Ragnar Grímsson fæddur 1943. Landskjörinn varaþingmaður (Austurlands) október—nóvember 1974 og október—nóvember 1975 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna), varaþingmaður Reykvíkinga nóvember—desember 1983, febrúar—apríl 1984, mars—apríl og nóvember—desember 1985, varaþingmaður Reyknesinga október 1987, október—nóvember 1988, mars 1989, október 1990 (Alþýðubandalagið).