Um þingflokka

Þingmenn skipa sér í þingflokka og velja sér formann sem kemur fram fyrir þeirra hönd gagnvart forseta og öðrum þingflokkum og þingmönnum. Forseti Alþingis skal hafa reglulega samráð við formenn þingflokka, eða fulltrúa þeirra, um skipulag þingstarfa. Þingflokkar koma vanalega saman til fundar tvisvar í viku á þingtímanum.

Þingflokkar eftir alþingiskosningar 2017

Átta stjórnmálasamtök fengu fulltrúa kjörna á Alþingi í alþingiskosningunum 28. október 2017: Flokkur fólksins (4), Framsóknarflokkur (8), Miðflokkur (7), Píratar (6), Samfylkingin (7), Sjálfstæðisflokkur (16), Viðreisn (4) og Vinstri hreyfingin – grænt framboð (11).

Breytingar á kjörtímabilinu

Þær breytingar hafa orðið á hlutföllum flokka á þingi að í febrúar 2019 gengu tveir af þingmönnum Flokks fólksins til liðs við Miðflokkinn og í nóvember 2019 gekk einn þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs úr þingflokknum og er nú utan flokka. Nú eru hlutföllin því þessi:
Flokkur fólksins (2), Framsóknarflokkur (8), Miðflokkur (9), Píratar (6), Samfylkingin (7), Sjálfstæðisflokkur (16), Viðreisn (4) og Vinstri hreyfingin – grænt framboð (10), utan þingflokka (1).

Utan þingflokka

Þingmaður getur sagt sig úr þingflokki á kjörtímabili og gengið til liðs við aðra þingflokka eða starfað utan þingflokka.