20.4.2016

25 ára þingafmæli

Í upphafi þingfundar í dag, minntist 1. varaforseti Alþingis, Kristján L. Möller, þess að á þessum degi eru liðin 25 ár, aldarfjórðungur, síðan Einar K. Guðfinnsson, 2. þm. Norðvesturkjördæmis, og forseti Alþingis, og Össur Skarphéðinsson, 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, voru kjörnir til setu á Alþingi. Það var í alþingiskosningunum 20. apríl 1991. Ræða forseta um þingafmælin.

25 ára þingafmæli