31.10.2019

Aðalmenn og varamaður taka sæti

Mánudaginn 28. október taka Ásmundur Friðriksson, Guðjón S. Brjánsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra Kristín Traustadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson af þingi.

Þá tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á ný á Alþingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttir og víkur þá varamaður hennar, Hjálmar Bogi Hafliðason, af þingi.