30.1.2018

Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 29. janúar tóku Birgir Þórarinsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti að nýju á Alþingi. 

Bjarni Jónsson tók sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Lilju Rafney Magnúsdóttur, Guðmundur Sævar Sævarsson tók sæti sem varamaður fyrir Ingu Sæland, Maríanna Eva Ragnarsdóttir tók sæti sem varamaður fyrir Bergþór Ólason, Unnur Brá Konráðsdóttir tók sæti sem varamaður fyrir Ásmund Friðriksson og Þórarinn Ingi Pétursson tók sæti sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur.