20.3.2018

Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 19. mars tóku Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti að nýju á Alþingi. 

Álfheiður Eymarsdóttir tók sæti á Alþingi fyrir Smára McCarthy, Jónína Björg Magnúsdóttir tók sæti fyrir Guðjón S. Brjánsson og Pawel Bartoszek tók sæti fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson. 

Þriðjudaginn 20. mars tók Ásmundur Einar Daðason sæti að nýju á Alþingi.