23.9.2022

Afgreiðsla forsætisnefndar á erindi um meint brot Sigurðar Inga Jóhannssonar á siðareglum fyrir alþingismenn

Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi um meint brot Sigurðar Inga Jóhannssonar á siðareglum fyrir alþingismenn. Bréf forseta Alþingis til sendanda erindisins er nú birt á vef Alþingis ásamt bréfi forseta til þingmannsins.

Við afgreiðslu erindisins í forsætisnefnd lögðu Ásthildur Lóa Þórsdóttir 3. varaforseti og Jódís Skúladóttir 6. varaforseti, ásamt áheyrnarfulltrúunum Andrési Inga Jónssyni og Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur, sameiginlega fram bókun.