26.11.2018

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um aksturskostnað

Forsætisnefnd Alþingis afgreiddi á fundi sínum 26. nóvember 2018 erindi frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni frá 29. október 2018 um aksturskostnað alþingismanna. Niðurstöður forsætisnefndar eru birtar í meðfylgjandi bréfi til Björns Levís. Jafnframt er birt minnisblað skrifstofu Alþingis um erindið, ásamt öðrum bréfaskiptum sem tengjast málinu. Allir viðstaddir forsætisnefndarmenn og áheyrnarfulltrúi voru sammála niðurstöðunni, að undanskildum Jóni Þór Ólafssyni.

Svar forsætisnefndar við erindi Björns Levís Gunnarssonar, 26. nóvember 2018

Minnisblað skrifstofu Alþingis, dags. 23. nóvember 2018

Bréf Björns Levís Gunnarssonar til forsætisnefndar, dags. 29. október 2018

Bréf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, til Björns Levís Gunnarssonar 14. nóvember 2018

Bréf Björns Levís Gunnarssonar til forsætisnefndar, dags. 16. nóvember 2018

Bréf skrifstofu Alþingis til Ásmundar Friðrikssonar, dags. 20. nóvember 2018

Bréf Ásmundar Friðrikssonar til forsætisnefndar Alþingis, dags. 23. nóvember 2018