7.11.2017

Kynningarfundur fyrir nýja alþingismenn

Skrifstofa Alþingis heldur að venju eftir alþingiskosningar kynningu fyrir nýja alþingismenn. Kynningin verður miðvikudaginn 8. nóvember, fjallað verður um þingstörfin, starfsaðstöðu alþingismanna og þjónustu skrifstofunnar við þá. Kynningin verður haldin í þingsalnum í Alþingishúsinu og hefst kl. 9.30.

Fjölmiðlum er velkomið að taka myndir við upphaf kynningarinnar. Möguleiki verður á viðtölum við nýja alþingismenn í kaffihléi um kl. 10.30