16.3.2018

Laun og starfskjör þingmanna á Norðurlöndum

Yfirlit það sem hér er birt um laun og starfskjör þingmanna í ríkjum Norðurlanda utan Íslands er tekið saman af rannsóknarþjónustu Alþingis og byggir á gögnum sem rannsóknarþjónusta norska Stórþingsins hafði nýlega aflað í tengslum við athugun sína á launum og starfskjörum þingmanna á Norðurlöndum. Í samantekinni eru ekki talin upp hlunnindi s.s. sími, tölvur og annað sem almennt má segja að séu í boði fyrir starfsmenn á vinnumarkaði. Dagpeningar vegna ferða til útlanda eða innanlands á vegum þinganna fylgja reglum um ríkisstarfsmenn í löndunum. Í viðaukum er yfirlit um eftirlaunakjör og aðstoðarmenn þingmanna.