10.10.2003

Varamenn taka sæti á Alþingi

Í upphafi þingfundar 10. okt. tóku Brynja Magnúsdóttir, Grétar Mar Jónsson og Þórarinn E. Sveinsson sæti á Alþingi sem varamenn Margrétar Frímannsdóttur, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Birkis J. Jónssonar. Jafnframt tóku þann 1. okt. Hlynur Hallsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir sæti á Alþingi sem varamenn Steingríms J. Sigfússonar og Gunnars Birgissonar. Sigurrós Þorgrímsdóttir mun sitja sem varamaður Gunnars Birgissonar allt 132. löggjafarþing.