28.10.2003

Varamenn taka sæti á Alþingi

Í upphafi þingfundar 28. okt. tóku sex varamenn sæti á Alþingi: Árni Steinar Jóhannsson fyrir Jón Bjarnason, Ásgeir Friðgeirsson fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur, Ásta Möller fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, Brynja Magnúsdóttir fyrir Björgvin G. Sigurðsson, Einar Karl Haraldsson fyrir Mörð Árnason og Lára Margrét Ragnarsdóttir fyrir Sólveigu Pétursdóttur.