28.1.2008

Varamaður tekur sæti á Alþingi

Tilkynning frá forseta Alþingis. Mánudaginn 28. janúar 2008 (þingflokksfundadagur) tekur Rósa Guðbjartsdóttir sæti sem varamaður Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, en hún er erlendis í opinberum erindum. Tilkynning þessa efnis verður lesin upp á þingfundi á morgun, 29. janúar, og mun varamaðurinn þá undirrita drengskaparheit.