14.1.2008

Varamaður tekur sæti á Alþingi

Tilkynning frá forseta Alþingis: Í dag, mánudaginn 14. janúar 2008 (kjördæmadagur), tekur Dýrleif Skjóldal varamaður sæti Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi en hann er erlendis í opinberum erindum á vegum Alþingis. Tilkynning þessa efnis verður lesin upp á þingfundi á morgun, 15. janúar, er Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé.