10.3.2005

Málverk af fyrstu þingkonunni afhjúpað í Alþingishúsinu

Gleðileg jól.

Málverk af Ingibjörgu H. Bjarnason var afhjúpað í efrideildarsal Alþingishússins 9. mars 2005. Ingibjörg var fyrst kvenna kosin þingmaður árið 1922. Ragnhildur Helgadóttir, sem fyrst kvenna var kjörin forseti (aðalforseti) þingdeildar, afhjúpaði málverkið og flutti erindi um Ingibjörgu og minntist þess að 19. júní nk. eru liðin 90 ár frá því að konur hlutu kosningarétt á Íslandi.
Öllum konum sem kosnar hafa verið til Alþingis og enn eru á lífi hefur var boðið að vera viðstaddar athöfnina en þær eru 47 af þeim 56 konum sem átt hafa fast sæti á Alþingi.
Málverkið af Ingibjörgu er eftir Gunnlaug Blöndal listmálara og var í einkaeign þar til Alþingi eignaðist það nýlega.