26.6.2019

Afgreiðsla forsætisnefndar á erindi um meint brot Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á siðareglum fyrir alþingismenn

Forsætisnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar erindi Ásmundar Friðrikssonar, alþingismanns, um meint brot þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á siðareglum fyrir alþingismenn þegar þau tjáðu sig á opinberum vettvangi um endurgreiðslu aksturskostnaðar til hans. Forsætisnefnd hefur lokið meðferð sinni á málinu. Bréf nefndarinnar til Björns Levís, Þórhildar Sunnu og Ásmundar, með bókun hennar um niðurstöðu málsins, álit forsætisnefndar og álit ráðgefandi siðanefndar um hin meintu brot eru, auk annarra gagna málsins, birt á vef Alþingis.

Við meðferð forsætisnefndar á málinu sagði Bryndís Haraldsdóttir varaforseti sig frá málinu vegna ummæla sem hún hafði látið falla á opinberum vettvangi.

Þrír varaforsetar lögðu fram bókanir um afstöðu sína til málsins. Jón Þór Ólafsson, stóð ekki að áliti forsætisnefndar. Bókun hans, ásamt bókunum Þorsteins Sæmundssonar og Guðjóns Brjánssonar, eru einnig aðgengilegar á vef Alþingis ásamt eftirfarandi gögnum málsins:

1. Bréf ÞSÆ til forsætisnefndar, í tilefni af áliti siðanefndar, dags. 20. maí 2019.
2. Bréf forseta Alþingis til siðanefndar, dags. 2. apríl 2019.
3. Bréf BLG og ÞSÆ til forsætisnefndar, dags. 29. mars 2019
4. Bréf forseta Alþingis til BLG og ÞSÆ, dags. 25. mars 2019.
5. Bréf ÁF til forsætisnefndar, dags. 14. mars 2019.
6. Bréf skrifstofu Alþingis til ÁF, dags. 6. mars 2019.
7. Greinargerð BLG og ÞSÆ í tilefni af erindi ÁF, ásamt fylgiskjölum, dags. 25. febrúar 2019.