1.9.2005

Guðmundur Árni Stefánsson lætur af þingmennsku

Hinn 30. ágúst sl. ritaði Guðmundur Árni Stefánsson, 2. þm. Suðvesturkjördæmis, bréf til Halldórs Blöndals, forseta Alþingis, og afsalaði sér þingmennsku frá og með 1. september 2005, er hann tekur við sendiherraembætti.

Guðmundur Árni hefur átt sæti á Alþingi frá því í júní 1993. Hann hefur verið einn af varaforsetum Alþingis frá 1995, 1. varaforseti frá 1999.

Við þingsæti Guðmundar Árna tekur Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri í Mosfellsbæ. Ásgeir Friðgeirsson, sem var 1. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur afsalað sér varaþingmannssæti.