5.9.2006

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afsalaði sér þingmennsku 5. september 2006

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku frá og með 5. september 2006 með bréfi sem hann afhenti forseta Alþingis, Sólveigu Pétursdóttur. Sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi tekur Sæunn Stefánsdóttir.