28.3.2008

Aðstoðarmenn alþingismanna

Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja aðstoðarmanna formanna stjórnmálaflokka:
Finnur Ulf Dellsén verður aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar.
Magnús Þór Hafsteinsson verður aðstoðarmaður Guðjóns Arnars Kristjánssonar.
 

Jafnframt hefur verið gengið frá ráðningu aðstoðarmanna fjögurra þingmanna. Þeir eru:
Guðrún María Óskarsdóttir, aðstoðarmaður Grétars Mars Jónssonar,
Hlédís Sveinsdóttir, aðstoðarmaður Karls V. Matthíassonar,
Ragnheiður Eiríksdóttir, aðstoðarmaður Atla Gíslasonar,
Stefán Bogi Sveinsson, aðstoðarmaður Birkis J. Jónssonar.

Ráðning aðstoðarmanna þingmanna er samkvæmt reglum um aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og alþingismanna úr Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum.