30.5.2008

Aðstoðarmenn þingmanna

Sigríður Finsen hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, Eydís Aðalbjörnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Herdísar Þórðardóttur og Halldór Leví Björnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarkar Guðjónsdóttur.
 

Ráðning aðstoðarmanna þingmanna er samkvæmt reglum um aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og alþingismanna úr Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum.