8.4.2019

Varamenn taka sæti

Föstudaginn 5. apríl tók Þorgrímur Sigmundsson sæti sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Una María Óskarsdóttir tók sæti fyrir Gunnar Braga Sveinsson.
 
Mánudaginn 8. apríl tekur Olga Margrét Cilia sæti sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Una Hildardóttir tekur sæti fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Jónína Björk Óskarsdóttir tekur sæti fyrir Guðmund Inga Kristinsson og Jón Þór Þorvaldsson tekur sæti sem varamaður fyrir Bergþór Ólason.