1. fundur
kjörbréfanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. nóvember 2021 kl. 15:05


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:05
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 15:05
Inga Sæland (IngS), kl. 15:05
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 15:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 15:05

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 15:05
Birgir Ármannsson var kjörinn formaður nefndarinnar.

2) Rannsókn kjörbréfa Kl. 15:05
Nefndin fjallaði um greinargerð undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Björn Leví Gunnarsson bókar að hann sem nefndarmaður í undirbúningsnefnd hafi ekki staðið að þeirri greinargerð.

Nefndin samþykkti að birta greinargerðina.

Nefndin ræddi fyrirkomulag næsta fundar.

3) Störf nefndarinnar Kl. 15:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:45