Samráð

Starfshópurinn leggur áherslu á greiða upplýsingagjöf um vinnu hans og gott samráðsferli. Þannig er gert ráð fyrir að starfshópurinn skuli við undirbúning tillagna sinna eiga samráð við fulltrúa þingflokka um endurskoðun kosningalaga. Þessu til viðbótar verður boðið upp á samráðsferli í upphafi og lok vinnunnar auk samráðs við helstu hagsmunaaðila.

Til að tryggja aðkomu sem flestra að endurskoðun kosningalaga og að athugasemdir komi fram í upphafi vinnunnar var óskað eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa í tengslum við endurskoðun laganna. Starfshópur um endurskoðun kosningalaga gerir ráð fyrir að byggja á tillögum vinnuhóps um sama efni frá 2016. Sérstaklega var óskað eftir athugasemdum við þá hugmynd að sett yrði heildarlöggjöf um framkvæmd allra almennra kosninga, er taki til kosninga til Alþingis, kosninga til sveitarstjórna, framboðs og kjörs forseta Íslands og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Á síðari stigum verður óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög starfshópsins áður en tillögum hópsins verður skilað til Alþingis.

Óskað var eftir að athugasemdir bærust lagaskrifstofu Alþingis á netfangið kosningalog@althingi.is fyrir 22. janúar 2019. Hér að finna þær umsagnir sem bárust starfshópnum.