Samráð

Starfshópurinn lagði áherslu á greiða upplýsingagjöf um vinnu hans og gott samráðsferli. Þannig var gert ráð fyrir að starfshópurinn skyldi við undirbúning tillagna sinna eiga samráð við fulltrúa þingflokka um endurskoðun kosningalaga. Þessu til viðbótar var boðið upp á samráðsferli í upphafi og lok vinnunnar auk samráðs við helstu hagsmunaaðila.

Til að tryggja aðkomu sem flestra að endurskoðun kosningalaga og að athugasemdir kæmu fram í upphafi vinnunnar var óskað eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa í tengslum við endurskoðun laganna í upphafi árs 2019. Þegar tillögur starfshópsins voru fullmótaðar var óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög vorið 2020. Tillögum starfshópsins var skilað til forseta Alþingis 9. september 2020.

Hér má finna þær umsagnir sem bárust starfshópnum í fyrra samráðsferli sem fór fram í janúar og febrúar 2019.


Hér má finna þær umsagnir sem bárust starfshópnum í síðara samráðsferli sem fór fram í apríl 2020.