6. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 10:35


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:35
Diljá Mist Einarsdóttir (DiljE), kl. 10:50
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:35
Inga Sæland (IngS), kl. 10:35
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 10:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:40
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 10:35

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:35
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Hæfi nefndarmanna Kl. 10:35
Nefndin ræddi um hæfi nefndarmanna til að sinna þeim störfum sem nefndinni er ætlað annars vegar út frá almennum reglum um hæfi þingmanna, sem leiða má af stjórnarskrá, þingsköpum og siðareglum alþingismanna, og hins vegar út frá sérstöku hæfi hvers og eins nefndarmanns. Formaður áréttaði að hver og einn nefndarmaður ígrundaði hæfi sitt og mæti hvort ástæður kynnu að leiða til þess að það yrði dregið í efa.

3) Undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um verkefni nefndarinnar og málsmeðferð.

Nefndin fól skrifstofunni frekari gagnaöflun til undirbúnings rannsóknar kjörbréfa.

4) Störf nefndarinnar Kl. 12:00
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Nefndin samþykkti að halda opinn fund með Trausta Fannari Valssyni forseta lagadeildar við Háskóla Íslands og Ragnhildi Helgadóttur rektor við Háskólann í Reykjavík til þess að fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndarinnar um undirbúning rannsóknar fyrir kjörbréf.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:35