11. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. október 2021 kl. 10:00


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DiljE), kl. 10:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:00
Inga Sæland (IngS), kl. 10:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 10:00

Diljá Mist Einarsdóttir vék af fundi kl. 13:20. Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 13:45.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Samtöl við gesti fundarins voru hljóðrituð og tekin upp í mynd. Hljóðritunin verður skrifuð upp í vinnuskjal til að tryggja aðgang þingmanna að öllum gögnum málsins svo þeir geti, hver fyrir sig, tekið ákvörðun í því þegar Alþingi fjallar um gildi kosninganna.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) Undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa Kl. 10:00
Nefndin fékk á sinn fund Guðrúnu Sighvatsdóttir varamann í yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi.

Því næst fékk nefndin á sinn fund eftirfarandi umboðsmenn stjórnmálasamtaka:
Þórunni Birtu Þórðardóttir C-lista Viðreisnar,
Bjarneyju Bjarnadóttur C-lista Viðreisnar,
Eirík Þór Theodórsson C-lista Viðreisnar,
Eyjólf Ármannsson F-lista Flokks fólksins,
Helgu Thorberg J-lista Sósíalistaflokks fólksins,
Þorstein Pálsson D-lista Sjálfstæðisflokks,
Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur V-lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs,
Magnús Davíð Norðdahl P-lista Pírata,
Guðmund Gunnarsson C-lista Viðreisnar,
Guðrúnu Völu Elísdóttur S-lista Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands, og
Ágústu Önnu Ólafsdóttur J-lista Sósíalistaflokks fólksins.

3) Störf nefndarinnar Kl. 12:50
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Nefndin fól skrifstofunni frekari gagnaöflun til undirbúnings rannsóknar kjörbréfa.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:50