16. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. október 2021 kl. 10:00


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DiljE), kl. 10:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:00
Inga Sæland (IngS), kl. 10:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:15
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 10:00

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Samtöl við gesti fundarins voru hljóðrituð og tekin upp í mynd. Hljóðritunin verður skrifuð upp í vinnuskjal til að tryggja aðgang þingmanna að öllum gögnum málsins svo þeir geti, hver fyrir sig, tekið ákvörðun þegar Alþingi fjallar um gildi kosninganna.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) Störf nefndarinnar Kl. 10:00
Nefndin ræddi verkefni nefndarinnar og málsmeðferð.

Björn Leví Gunnarsson, Svandís Svavarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir, ásamt starfsfólki skrifstofunnar, gerðu grein fyrir skoðun auðra kjörseðla og auðra utankjörfundarseðla auk ógildra seðla sem fór fram á lögreglustöðinni í Borgarnesi þriðjudaginn 26. október kl. 15:25.

3) Undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa Kl. 10:55
Nefndin fékk á sinn fund Hildi Eddu Þórarinsdóttur og Þorberg Þórisson.

Nefndin hélt áfram að fjalla um verkefni nefndarinnar og málsmeðferð sem og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:35