23. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. nóvember 2021 kl. 10:00


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 10:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:00
Inga Sæland (IngS), kl. 10:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 10:00

Diljá Mist Einarsdóttir og Inga Sæland tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. 1. mgr. 17. gr. þingskapa, sbr. einnig 1. mgr. 48. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 15:05. Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. 15:25.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Steindór Dan Jensen
Þórhallur Vilhjálmsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

2) Undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa Kl. 10:00
Nefndin fékk á sinn fund Jón Þór Ólafsson og Indriða Stefánsson, umboðsmenn P-lista. Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Samtalið var hljóðritað og tekið upp í mynd. Hljóðritunin verður skrifuð upp í vinnuskjal til að tryggja aðgang þingmanna að öllum gögnum málsins svo þeir geti, hver fyrir sig, tekið ákvörðun þegar Alþingi fjallar um gildi kosninganna.

Nefndin ræddi málið.

Þá fékk nefndin á sinn fund Eirík Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómara, til að veita nefndinni ráðgjöf um málsmeðferð nefndarinnar.

Hlé var gert á fundi kl. 13:15-14:10.

Nefndin ræddi drög að greinargerð nefndarinnar. Nefndin samþykkti að drög að málavaxtalýsingu í Norðvesturkjördæmi ásamt yfirlitsmynd talningarsvæðis verði birt á vefsvæði nefndarinnar.

Nefndin ræddi málsmeðferð og verkefni nefndarinnar.

3) Störf nefndarinnar Kl. 15:20
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:40