1. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. október 2021 kl. 13:05


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 13:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:05
Diljá Mist Einarsdóttir (DiljE), kl. 13:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:05
Inga Sæland (IngS), kl. 13:05
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 13:05

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 13:05
Birgir Ármannsson var kjörinn formaður nefndarinnar.

2) Verkefni nefndarinnar og málsmeðferð Kl. 13:08
Nefndin fjallaði um verkefni nefndarinnar og málsmeðferð.

Kynnt var minnisblað skrifstofu Alþingis um úrskurðarvald Alþingis um gildi kosninga og störf kjörbréfanefndar þar sem byggt er á vinnu undirbúningsnefndar, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga um þingskapa, nr. 55/1991, en auk þess voru kynnt framkomin gögn til Alþingis, sbr. 118. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000. Þá var boðað minnisblað skrifstofunnar um heimildir og hlutverk undirbúningsnefndar og kjörbréfanefndar.

Nefndin fól skrifstofunni frekari gagnaöflun til undirbúnings rannsóknar kjörbréfa.

3) Störf nefndarinnar Kl. 14:30
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:50