2. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. október 2021 kl. 13:00


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 13:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DiljE), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Inga Sæland (IngS), kl. 13:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 13:00

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Elín Ósk Helgadóttir
Þórhallur Vilhjálmsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 1. fundar var samþykkt.

2) Hlutverk og heimildir undirbúningsnefndar og kjörbréfanefndar Kl. 13:00
Kynnt var minnisblað skrifstofu Alþingis um hlutverk og heimildir undirbúningsnefndar og kjörbréfanefndar.

3) Greinargerð Landskjörstjórnar Kl. 14:00
Nefndin fékk á sinn fund Kristínu Edwald formann, Önnu Tryggvadóttur varaformann, Pál Halldórsson, Heiðu Björgu Pálmadóttur, Ólafíu Ingólfsdóttur og Sunnu Rós Víðisdóttur áheyrnarfulltrúa frá landskjörstjórn ásamt Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur ritara landskjörstjórnar og Stefán Inga Valdimarsson stærðfræðing og ráðgjafa landskjörstjórnar.

4) Störf nefndarinnar Kl. 15:35
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Nefndin samþykkti að í störfum sínum fylgi hún ákvæðum þingskapa um fastanefndir og starfsreglum fastanefnda Alþingis eftir því sem við getur átt og lög heimila.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:10